Xbox í Windows 10.
Xbox-forritið sameinar vinni þína, leiki og afrek í bæði Xbox One og Windows 10 tækjum. Vertu í tengslum við Xbox Live samfélagið, sjáðu hvað vinir þínir eru að spila, deildu leikbrotum og skjáskotum og skoðaðu afrek á milli tækja. Stofnaðu til partíspjalls með spilurum í PC og Xbox One og spilaðu við marga spilara á milli ólíkra tækja í leikjum á borð við Fable Legends og Gigantic. Straumspilaðu eftirlætisleikina þína úr Xbox One í Windows 10 tölvu heima hjá þér með Xbox One fjarstýringunni.
Fyrirvari: Breiðbandstengingar er krafist fyrir suma eiginleika (gagnaflutningsgjöld eiga við). Xbox Live eiginleikar eru aðeins í boði í studdum leikjum í löndum með Xbox Live stuðning. Sjá xbox.com/live/countries. Takmarkaður fjöldi leikja styður við spilun á milli tækja. Fleiri leikir væntanlegir. Fable Legends og Gigantic verða tiltækir seint á árinu 2015. Straumspilun í eitt tæki í einu. Straumspilun fyrir marga spilara úr Xbox One krefst Xbox Live Gold aðildar (seld sérstaklega). Sumir eiginleikar, þ. á m. partíspjall, spilun fyrir marga á milli tækja og deiling á leikbrotum og skjáskotum, er aðeins í boði í Windows 10 tækjum.